Nokia N73 Music Edition - Untitled

background image

Tengingar

92

Tengingar

Bluetooth-tengingar

Hægt er að tengjast þráðlaust við samhæf tæki með
Bluetooth. Samhæf tæki eru m.a. farsímar, tölvur og
aukabúnaður eins og höfuðtól og bílbúnaður. Hægt er að
nota Bluetooth til að senda myndir, hreyfimyndir, tónlist,
hljóðskrár og minnismiða; til að tengjast þráðlaust við
samhæfar tölvur (t.d. til að flytja skrár) eða til að tengjast
við samhæfan prentara til að prenta myndir með

Myndprentun

. Sjá „Myndprentun” á bls. 33.

Þar sem tæki með Bluetooth-tækni nota útvarpsbylgjur til
samskipta þurfa tækin ekki að vera í beinni sjónlínu hvert
við annað. Nóg er að tækin séu í innan við 10 metra
(33 feta) fjarlægð hvort frá öðru. Truflanir geta þó orðið
á tengingunni vegna hindrana líkt og veggja eða annarra
raftækja.

Þetta tæki er samhæft við Bluetooth Specification 2,0 sem
styður eftirfarandi snið: Basic Printing Profile, Dial-up
Networking Profile, Headset Profile, Handsfree Profile,
Object Push Profile, File Transfer Profile, Basic Imaging
Profile, SIM Access profile, Synchronization Profile og
Human Interface Device Profile. Til að tryggja samvirkni
milli annarra tækja sem styðja Bluetooth-tækni skal nota

aukahluti sem eru viðurkenndir af Nokia fyrir þessa tegund.
Leita skal upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja
um samhæfi þeirra við þetta tæki.

Útskýring: Snið tengist þjónustu eða virkni og

skilgreinir hvernig mismunandi tæki tengjast. Til dæmis
er handfrjálsa sniðið notað til að tengja handfrjálst
tæki og farsímann. Til að tæki séu samhæf þurfa þau
að styðja sömu snið.

Takmarkanir kunna að vera á notkun Bluetooth-tækni
á sumum stöðum. Kanna skal það hjá yfirvöldum
á staðnum eða þjónustuveitunni.

Aðgerðir sem nota Bluetooth-tækni eða leyfa slíkum
aðgerðum að keyra í bakgrunni meðan aðrar aðgerðir eru
notaðar krefjast aukinnar rafhlöðuorku og minnka endingu
rafhlöðunnar.

Ekki er hægt að nota Bluetooth þegar tækið er læst. Frekari
upplýsingar um læsingu tækisins er að finna í „Öryggi”
á bls. 118.

Stillingar

Ýttu á

og veldu

Verkfæri

>

Bluetooth

. Þegar þú opnar

forritið í fyrsta skipti er beðið um að tækinu sé gefið heiti.

background image

Tengingar

93

Eftir að þú hefur kveikt á Bluetooth og breytt

Sýnileiki

síma míns

í

Sýnilegur öllum

geta önnur Bluetooth-tæki

séð tækið og heiti þess.

Veldu úr eftirfarandi:

Bluetooth

—Veldu

Kveikt

eða

Slökkt

. Til að tengjast

þráðlaust við samhæft tæki skaltu stilla Bluetooth
á

Kveikt

og koma síðan á tengingu.

Sýnileiki síma míns

—Til að leyfa öðrum tækjum með

Bluetooth að finna tækið skaltu velja

Sýnilegur öllum

.

Tækið er falið með því að velja

Falinn

.

Nafn síma míns

—Sláðu inn heiti tækisins.

Ytra SIM

—Til að leyfa öðru tæki, t.d. samhæfum bílbúnaði,

að nota SIM-kort tækisins til að tengjast við símkerfið
skaltu velja

Kveikt

.

Ytri SIM-stilling

Til að nota ytri SIM-stillingu með samhæfum bílbúnaði
skaltu kveikja á Bluetooth og svo á ytri SIM-stillingu
í tækinu. Áður en hægt er að velja þetta verða tækin
að vera pöruð saman og kveikja þarf á pöruninni í hinu
tækinu. Við pörun skal nota 16 stafa aðgangskóða og stilla
hitt tækið á leyfilegt. Sjá „Pörun tækja” á bls. 94. Kveiktu
á ytri SIM-stillingu í hinu tækinu.

Þegar kveikt er á ytri SIM-stillingu í Nokia N73 tækinu
birtist

Ytra SIM

í biðstöðu. Slökkt er á tengingunni við

þráðlausa símkerfið, og það gefið til kynna með

í sendistyrksvísinum. Þá er ekki hægt að nota þjónustu
SIM-kortsins eða valkosti þar sem tenging við símkerfið
er nauðsynleg.

Þegar ytri SIM-stilling er virk í þráðlausa tækinu er aðeins
hægt að hringja og svara símtölum með samhæfum
aukahlut sem er tengdur við það (t.d. bílbúnaði). Ekki
er hægt að hringja úr þráðlausa tækinu þegar stillingin
er virk, nema í neyðarnúmerið sem er forritað í tækið.
Eigi að hringja úr tækinu þarf fyrst að slökkva á ytri
SIM-stillingu. Ef tækinu hefur verið læst skal fyrst slá
inn númerið til að opna það.

Slökkt er á ytri SIM-stillingunni með því að ýta á rofann
og velja

Loka ytri SIM

.

Öryggi

Þegar þú ert ekki að nota Bluetooth skaltu velja

Bluetooth

>

Slökkt

eða

Sýnileiki síma míns

>

Falinn

.

Þannig áttu auðveldara með að stjórna því hver getur
fundið tækið með Bluetooth-tækni og tengst því.

Ekki parast við tæki sem þú þekkir ekki. Þannig verndar
þú tækið fyrir skaðlegu efni.

Gögn send um Bluetooth

Hægt er að hafa nokkrar Bluetooth-tengingar virkar í einu.
Til dæmis er hægt að flytja skrár úr tækinu þó svo það sé
tengt við samhæft höfuðtól.

background image

Tengingar

94

Tengivísar Bluetooth
• Þegar

sést í biðstöðu er kveikt á Bluetooth.

• Þegar

blikkar er tækið að reyna að tengjast

við annað tæki.

• Þegar

er stöðugt er verið að flytja gögn

um Bluetooth.

Ábending! Texti er sendur um Bluetooth með því

að opna

Minnism.

, skrifa textann og velja

Valkostir

>

Senda

>

Með Bluetooth

.

1

Opnaðu forritið sem geymir hlutinn sem þú vilt senda.
Opnaðu t.d.

Gallerí

til að senda mynd til samhæfs tækis.

2

Veldu hlutinn og svo

Valkostir

>

Senda

>

Með

Bluetooth

. Bluetooth-tæki sem eru innan

sendisvæðisins birtast á skjánum.
Tákn fyrir tæki:

tölva,

sími,

hljóð- eða

hreyfimyndatæki og

önnur gerð.

Leitin er stöðvuð með því að velja

Hætta leit

.

3

Veldu tækið sem þú vilt tengjast við.

4

Ef hitt tækið fer fram á pörun áður en hægt er að senda
gögn heyrist hljóðmerki og beðið er um tengikóða.
Sjá „Pörun tækja” á bls. 94.

5

Þegar tengingu hefur verið komið á birtist textinn

Sendi gögn

.

Skilaboð sem eru send um Bluetooth eru ekki vistuð
í möppunni

Sendir hlutir

í

Skilaboð

.

Ábending! Þegar leitað er að tækjum kann að vera að

sum tæki sýni einungis auðkennisnúmer sín (eingild
vistföng). Til að finna auðkennisnúmer tækisins þíns
skaltu slá inn kóðann *#2820# í biðstöðu.

Pörun tækja

Til að opna skjáinn yfir pöruð tæki (

) í

Bluetooth

skaltu ýta á

.

Fyrir pörun skaltu búa til þitt eigið lykilorð (1-16 tölustafir)
og biðja eiganda hins tækisins um að nota sama lykilorð.
Tæki sem ekki eru með notandaviðmót eru með fast
lykilorð. Lykilorðið er aðeins notað einu sinni.

Parast er við tæki með því að velja

Valkostir

>

Nýtt parað

tæki

. Bluetooth-tæki sem eru innan sendisvæðisins birtast

á skjánum. Veldu tækið og sláðu inn lykilorðið. Slá verður
sama lykilorð inn í hitt tækið. Eftir pörunina vistast tækið
á skjá paraðra tækja.

Pöruð tæki eru auðkennd með

í tækjaleitinni.

Til að tilgreina tæki sem heimilt eða óheimilt skaltu fletta
að því og velja

Valkostir

og svo úr eftirfarandi valkostum:

Stilla sem heimilað

—Hægt er að koma á tengingu milli

tækisins þíns og þessa tækis án þinnar vitneskju. Til þess
þarf hvorki samþykkt né leyfi. Notaðu þessa stillingu fyrir
þín eigin tæki, s.s. samhæft höfuðtól eða tölvu, eða tæki
þeirra sem þú treystir.

táknar samþykkt tæki í skjá

paraðra tækja.

background image

Tengingar

95

Stilla sem óheimilað

—Alltaf þarf að samþykkja beiðni

um tengingu frá tækinu.

Hætt er við pörun með því að velja tæki og síðan

Valkostir

>

Eyða

. Hætt er við allar paranir með því

að velja

Valkostir

>

Eyða öllum

.

Ábending!Ef notandi er tengdur við tæki og eyðir

pöruninni við það er hún fjarlægð strax og slökkt
er á tengingunni.

Móttaka gagna um Bluetooth

Þegar gögn berast um Bluetooth heyrist tónn og spurt
er hvort taka eigi á móti skilaboðunum. Ef þú samþykkri það
birtist

og hluturinn er settur í

Innhólf

möppuna

í

Skilaboð

. Skilaboð sem berast með Bluetooth eru auðkennd

með .

Sjá

„Innhólf—móttaka skilaboða” á bls. 62.

Slökkt á Bluetooth

Slökkt er á Bluetooth með því að velja

Bluetooth

>

Slökkt

.

Innrauð tenging

Hægt er að flytja gögn líkt og nafnspjöld, dagbókaratriði
og skrár milli samhæfra tækja um innrauða tengingu.
Sjá einnig „Mótald” á bls. 96.

Ekki má beina innrauðum (IR) geisla að augum eða láta
hann trufla önnur innrauð tæki. Þetta tæki er leysitæki
í flokki 1 (Class 1 laser product).

Sending og móttaka gagna um innrautt tengi

1

Tryggja þarf að innrauðu tengi tækjanna sem eru notuð
til að senda og taka á móti gögnum vísi hvort að öðru og
að engar hindranir séu á milli þeirra. Æskileg fjarlægð
milli tækjanna er að hámarki einn metri (3 fet).

2

Notandi viðtökutækisins kveikir á innrauða tenginu.
Kveikt er á innrauðu tengi tækisins með því að ýta á

og velja

Verkfæri

>

Innrauð

.

3

Notandi senditækisins velur að hefja gagnaflutninginn.
Til að senda gögn um innrautt tengi skaltu velja skrá
í forriti eða stjórnanda forrita og velja

Valkostir

>

Senda

>

Með IR

.

Ef gagnasending hefst ekki innan mínútu eftir að kveikt
hefur verið á innrauða tenginu er slökkt á tengingunni.

Allir mótteknir hlutir eru settir í möppuna

Innhólf

í

Skilaboð

. Ný innrauð skilaboð eru auðkennd með

.

Þegar

blikkar er tækið að reyna að koma á tengingu

eða þá að tenging hefur rofnað.

Þegar

er viðvarandi á skjánum er innrauða tengingin

virk og tækið reiðubúið til að senda gögn og taka á móti
þeim um innrauða tengið.

background image

Tengingar

96

Gagnasnúra

Ýttu á

og veldu

Verkfæri

>

Gagnasn.

. Í

Still. f.

gagnasnúru

skaltu velja hvað USB-gagnasnúrutenging

er notuð fyrir:

Miðlunarspilari

,

PC Suite

,

Myndprentun

or

Gagnaflutningur

. Hægt er að láta tækið spyrja um

markmið með tengingu í hvert skipti sem samhæf
gagnasnúra er tengd við það með því að velja

Spyrja

við tengingu

.

Tenging við tölvu

Hægt er að nota tækið með ýmsum samhæfum tölvutengi-
og gagnaflutningsforritum. Með Nokia PC Suite er t.d.
hægt að flytja myndir á milli tækisins og samhæfrar tölvu.

Komdu tengingunni alltaf á í tölvunni til að samstilla hana
við tækið.

Mótald

Hægt er að nota tækið sem mótald til að tengjast
internetinu með samhæfri tölvu.

Ýttu á

og veldu

Verkfæri

>

Mótald

.

Áður en hægt er að nota tækið sem mótald þarf að gera
eftirfarandi:

• Setja upp viðeigandi gagnaflutningsforrit á tölvunni.
• Gerast áskrifandi að viðeigandi símþjónustu hjá

þjónustuveitunni þinni eða internetþjónustuveitu.

• Fá viðeigandi rekla uppsetta á tölvunni. Setja verður

upp rekla fyrir tengingu um samhæfa USB-gagnasnúru
og e.t.v þarf að setja upp eða uppfæra rekla fyrir
Bluetooth-tengingu eða innrauða tengingu.

Til að tengja tækið við samhæfa tölvu um innrauða
tengingu skaltu ýta á skruntakkann. Tryggja þarf að
innrauð tengi tækisins og tölvunnar vísi hvort að öðru og
að engar hindranir séu á milli þeirra. Sjá „Innrauð tenging”
á bls. 95.

Gættu þess að ekki er víst að hægt sé að nota einhverjar
aðrar samskiptaaðgerðir þegar tækið er notað sem mótald.

Nákvæmar uppsetningarleiðbeiningar er að finna
í notendahandbók Nokia PC Suite.

Ábending! Þegar Nokia PC Suite er notað í fyrsta

skipti skal nota Get Connected forrit þess til
að tengjast við tölvu.

background image

Tengingar

97

Stjórnandi tenginga

Ýttu á

og veldu

Verkfæri

>

Stj. teng.

. Til að skoða

stöðu gagnatenginga eða slíta tengingum í GSM- og
UMTS-símkerfunum skaltu velja

Virkar gagnatengingar

.

Gagnatengingar

Í tengiglugganum má sjá hvaða gagnatengingar eru virkar:
gagnasímtöl (

) og pakkagagnatengingar (

eða

).

Til athugunar: Tíminn sem birtist á reikningum

þjónustuveitunnar fyrir símtöl kann að vera breytilegur
eftir eiginleikum símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð
reikninga og öðru slíku.

Tengingu er slitið með því að velja

Valkostir

>

Aftengja

.

Öllum opnum tengingum er slitið með því að velja

Valkostir

>

Aftengja allar

.

Hægt er að skoða upplýsingar um tengingu með því að
velja

Valkostir

>

Upplýsingar

. Upplýsingarnar sem birtast

velta á gerð tengingarinnar.

Samstilling

Ýttu á

og veldu

Verkfæri

>

Samstilling

.

Samstilling

gerir þér kleift að samstilla minnismiðana þína, dagbókina
eða tengiliði við mismunandi dagbókar- og tengiliðaforrit
í samhæfri tölvu eða á internetinu. Einnig er hægt að búa
til og breyta samstillingum.

Samstillingarforritið notar SyncML-tækni við samstillingu.
Söluaðili forritanna sem samstilla á tækið við veitir frekari
upplýsingar um samhæfni SyncML.

Hægt er að fá samstillingar í sérstökum textaskilaboðum.
Sjá „Gögn og stillingar” á bls. 62.

Samstilling gagna

Í

Samstilling

aðalskjánum er hægt að skoða mismunandi

samstillingarsnið. Samstillingarsnið inniheldur
nauðsynlegar stillingar, t.d. hvaða forrit eru samstillt, til að
samstilla upplýsingar í tækinu við fjarlægan gagnagrunn
á miðlara eða samhæfu tæki.

1

Veldu samstillingarsnið og svo

Valkostir

>

Samstilla

.

Staða samstillingarinnar sést á skjánum.
Hætt er við samstillingu áður en henni er
lokið með því að velja

Hætta við

.

2

Tilkynning birtist þegar samstillingu er lokið. Veldu

til að skoða notkunarskrána með upplýsingum um það
hversu mörgum færslum var bætt við, uppfærðar, eytt
eða fleygt (ekki samstilltar) í tækinu og á miðlaranum.

background image

Tengingar

98

Stjórnandi tækis

Hugbúnaðaruppfærslur

Hægt er að skoða og uppfæra hugbúnaðinn sem
er í tækinu og athuga hvenær hann hefur verið
uppfærður síðast (sérþjónusta).

Ýttu á

og veldu

Verkfæri

>

Stj. tækis

.

Til að athuga hvort hægt sé að fá uppfærslu
á hugbúnaðinum skaltu velja

Valkostir

>

Leita

að uppfærslum

. Veldu internetaðgangsstað þegar

beðið er um það.

Ef hægt er að fá uppfærslu birtast upplýsingar þar
að lútandi. Veldu

Samþykk.

til að samþykkja að uppfærslu

sé hlaðið niður eða

Hætta við

til að hætta við. Það getur

tekið nokkrar mínútur að hlaða niður efninu. Hægt er
að nota tækið á með verið er að hlaða niður.

Þegar hugbúnaðaruppfærslunni er hlaðið niður getur
það falið í sér stórar gagnasendingar. Upplýsingar um
gagnaflutningsgjöld fást hjá þjónustuveitum.

Gættu þess að rafhlaða tækisins sé fullhlaðin eða settu
hleðslutækið í samband áður en uppfærslan hefst.

Viðvörun: Ekki er hægt að nota tækið meðan

á hugbúnaðaruppfærslu stendur, jafnvel ekki til að

hringja neyðarsímtöl. Aðeins er hægt að nota það
að uppfærslunni lokinni og þegar það hefur verið
endurræst. Taka skal öryggisafrit af gögnum áður
en uppfærsla er samþykkt.

Þegar búið er að hlaða efninu niður skaltu velja

og síðan

Samþykk.

til að setja uppfærsluna upp eða

Nei

til að setja

hana upp seinna og nota

Valkostir

>

Setja upp uppfærslu

.

Uppsetningin getur tekið nokkrar mínútur.

Tækið uppfærir hugbúnaðinn og endurræsist. Til að ljúka
uppfærslunni skaltu velja

Í lagi

. Veldu internetaðgangsstað

þegar beðið er um það. Tækið sendir stöðuna
á hugbúnaðaruppfærslunni til miðlarans.

Til að skoða sniðstillingar miðlarans sem nota skal við
hugbúnaðaruppfærslur skaltu velja

Valkostir

>

Stillingar

.

Miðlarasnið

Ýttu á

og veldu

Verkfæri

>

Stj. tækis

og ýttu á

.

Þú getur fengið miðlarasnið og mismunandi stillingar frá
þjónustuveitunni eða upplýsingadeild fyrirtækisins. Þessar
stillingar geta verið fyrir aðgangsstaði gagnatenginga sem
og mismunandi forrit í tækinu.

Til að tengjast við miðlara og fá stillingar fyrir tækið þitt
skaltu velja snið og svo

Valkostir

>

Hefja stillingu

.

background image

Tengingar

99

Til að búa til nýtt miðlarasnið skaltu velja

Valkostir

>

Nýtt

snið miðlara

. Til að breyta miðlarasniði skaltu velja

Valkostir

>

Breyta sniði

.

Stillingar miðlarasniðs

Réttar stillingar fást hjá þjónustuveitunni.

Nafn miðlara

—Sláðu inn heiti stillingamiðlarans.

Auðkenn.nr. netþjóns

—Sláðu inn auðkennið til

að auðkenna stillingamiðlarann.

Lykilorð miðlara

—Sláðu inn lykilorð til að miðlarinn

beri kennsl á tækið.

Aðgangsstaður

—Veldu aðgangsstað sem er notaður

til að tengjast við miðlarann.

Heimaveffang

—Sláðu inn veffang miðlarans.

Gátt

—Sláðu inn gáttartölu miðlarans.

Notandanafn

og

Lykilorð

—Sláðu inn notandanafn

þitt og lykilorð.

Leyfa stillingar

—Veldu

til að taka við stillingum

frá miðlaranum.

Samþ. allar sjálfkrafa

—Ef þú vilt að tækið biðji um

staðfestingu áður en það tekur við stillingum frá
miðlaranum skaltu velja

Nei

.

Sannvottun símkerfis

—Veldu hvort sannvottun

er notuð eða ekki.

Notandanafn símkerfis

og

Lykilorð símkerfis

—Sláðu inn

netnotandanafn og lykilorð til að miðlarinn beri kennsl
á tækið. Þessir valkostir birtast aðeins ef sannvottun
er notuð.

background image

Vinnuforrit

100

Vinnuforrit

Reiknivél

Til að leggja saman, draga frá, margfalda, deila, reikna
kvaðratrót og prósentu skaltu ýta á

, og velja

Vinnuforrit

>

Reiknivél

.

Til athugunar: Nákvæmni reiknivélarinnar er

takmörkuð og hún er ætluð til einfaldra útreikninga.

Umreiknari

Til að umreikna mælieiningar frá einni einingu til annarrar
skaltu ýta á

og velja

Vinnuforrit

>

Umreikn.

.

Áreiðanleiki forritsins

Umreiknari

er ekki fullkominn

og sléttunarvillur eru mögulegar.

1

Í

Gerð

reitnum skaltu velja mælieininguna

sem þú vilt nota.

2

Veldu gildið sem þú vilt umreikna úr í fyrri

Eining

reitnum. Í næsta

Eining

reit skaltu velja gildið sem

þú vilt umreikna í.

3

Sláðu inn gildið sem þú vilt umreikna í fyrri

Magn

reitinn. Hinn

Magn

reiturinn breytist sjálfkrafa og sýnir

umreiknaða gildið.

Val á grunngjaldmiðli og gengi

Veldu

Gerð

>

Gjaldmiðill

>

Valkostir

>

Gengisskráning

.

Áður en hægt er að umreikna gjaldmiðil þarf að velja
grunngjaldmiðil og gengi. Gengi grunngjaldmiðilsins
er alltaf 1.

Til athugunar: Þegar grunngjaldmiðli er breytt

verður að færa inn nýjar gengistölur þar sem allar
fyrri gengistölur eru hreinsaðar.

Minnismiðar

Til að skrifa minnismiða skaltu ýta á

og velja

Vinnuforrit

>

Minnism.

. Hægt er að senda minnismiða til

samhæfra tækja og vista einfaldar textaskrár (á .txt-sniði)
í forritinu

Minnismiðar

.

Hægt er að prenta út minnismiða á samhæfan prentara
með BPP-snið (Basic Print Profile) um Bluetooth tengingu

background image

Vinnuforrit

101

(svo sem HP Deskjet 450 Mobile Printer eða HP Photosmart
8150) með því að velja

Valkostir

>

Prenta

.

Upptökutæki

Raddminnismiðar eru teknir upp með því að ýta á

og

velja

Vinnuforrit

>

Upptaka

. Símtal er tekið upp með því

að opna

Raddupptaka

meðan á því stendur. Báðir aðilar

heyra tón á 5 sekúndna fresti meðan á upptökunni stendur.

Quickoffice

Quickoffice-forritið er opnað með því að ýta á

og velja

Vinnuforrit

>

Quickoffice

. Listi yfir skrár tækisins á .doc,

.xls, .ppt, og .txt sniði í möppum og undirmöppum
C:\Data\Documents og E:\Documents á minniskortinu
opnast.

Skrá er opnuð í réttu forriti með því að ýta á

. Skrár

eru flokkaðar með því að velja

Valkostir

>

Flokka skrár

.

Til að opna

Quickword

,

Quicksheet

eða

Quickpoint

skaltu

ýta á

.

Quickword

Með

Quickword

er hægt að lesa Microsoft Word skjöl

í tækinu.

Quickword

styður liti, feitletrun, skáletrun

og undirstrikun.

Quickword

styður skjöl sem vistuð er á .doc-sniði

í Microsoft Word 97 eða nýrri útgáfu. Forritið styður
ekki allar breytingar frá áðurnefndum skráasniðum
eða valkosti þeirra.

Sjá einnig „Frekari upplýsingar” á bls. 102.

Word-skjöl skoðuð

Skruntakkinn er notaður til að færast til innan skjals.

Leitað er að texta í skjölum með

Valkostir

>

Leita

.

Einnig er hægt að velja

Valkostir

og úr eftirfarandi

valkostum:

Flýtival

—Til að fara fremst í skjalið, aftast í það,

eða á valda staðsetningu.

Stækka/minnka

—Til að súmma að og frá.

Hefja sjálfvirkt skrun

—Til að kveikja á sjálfvirkri flettingu

í skjalinu. Hún er stöðvuð með því að ýta á

.

Quicksheet

Með

Quicksheet

er hægt að lesa Microsoft Excel

skrár í tækinu.

background image

Vinnuforrit

102

Quicksheet

styður töflureiknisskrár á .xls-sniði í Microsoft

Excel 97 eða nýrri útgáfu. Forritið styður ekki allar
breytingar frá áðurnefndum skráasniðum eða valkosti þeirra.

Sjá einnig „Frekari upplýsingar” á bls. 102.

Töflureiknar skoðaðir

Skruntakkinn er notaður til að færast til innan skjals.

Skipt er á milli vinnublaða (arka) með því að velja

Valkostir

>

Vinnublað

.

Fletta

—Til að fletta vinnublöðum í bálkum. Bálkur

samanstendur af þeim dálkum og röðum sem sjást
á skjámyndinni. Til að sjá dálkana og raðirnar skaltu
nota skruntakkann til að velja bálk og síðan

Í lagi

.

Leitað er að texta innan gildis eða formúlu í
töflureiknisskjali með því að velja

Valkostir

>

Finna

.

Til að breyta hvernig skráin birtist velurðu

Valkostir

og einhvern af eftirfarandi valkostum:

Stækka/minnka

—Til að súmma að og frá.

Festa rúður

—Til að halda auðkenndri röð, dálki eða báðum

sjáanlegum (festa þau) meðan færst er til í skjalinu.

Breyta stærð

—Til að stilla stærð dálka eða raða.

Quickpoint

Með

Quickpoint

er hægt að skoða Microsoft PowerPoint

kynningar í tækinu.

Quickpoint

styður að hægt sé að skoða kynningar á .ppt-

sniði í Microsoft PowerPoint 2000 eða nýrri útgáfu.
Forritið styður ekki allar breytingar frá áðurnefndum
skráasniðum eða valkosti þeirra.

Sjá einnig „Frekari upplýsingar” á bls. 102.

Kynningar skoðaðar

Fletta er á milli skyggna, útlína og meginmáls með
því að ýta á

eða

.

Flett er fram og til baka um eina skyggnu með því
að ýta á

eða

.

Kynning er skoðuð á öllum skjánum með því að velja

Valkostir

>

Allur skjárinn

.

Útlínur kynningarinnar eru stækkaðar eða dregnar saman
með því að velja

Valkostir

>

Útlínur

>

Víkka færslu

.

Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar um

Quickword

,

Quicksheet

eða

Quickpoint

og aðstoð tengda forritunum er að finna

á.quickoffice.com. Einnig er hægt að fá aðstoð með því
að senda fyrirspurnir á supportS60@quickoffice.com.

background image

Vinnuforrit

103

Adobe Reader

Með Adobe Reader er hægt að lesa PDF-skjöl
á skjá tækisins.

Þetta forrit hefur verið aðlagað notkun PDF-efnis í símum
og öðrum þráðlausum tækjum, og býður upp á mun færri
aðgerðir en tölvuútgáfa þess.

Til að opna skjöl:

• Ýttu á

og veldu

Vinnuforrit

>

Adobe PDF

. Veldu

Valkostir

>

Leita að skrá

til að fletta í og opna skjöl

sem vistuð eru í minni tækisins og á samhæfu
minniskorti.

• Opnaðu tölvupóstsviðhengi í mótteknum tölvupósti

(sérþjónusta).

• Sendu skjal um Bluetooth í

Innhólf

í

Skilaboð

.

• Notaðu

Skráarstjórn

til að fletta í og opna skjöl sem

vistuð eru í minni tækisins og á minniskortinu.

• Vafraðu um vefsíður. Gættu þess að

internetaðgangsstaður hafi fyrst verið settur
upp í tækinu. Sjá „Aðgangsstaðir” á bls. 116.

Unnið með PDF-skrár

Til að fletta í og vinna með PDF_skrár skaltu ýta á

og velja

Vinnuforrit

>

Adobe PDF

. Nýjustu skrárnar eru

á lista í skráaglugganum. Til að opna skjal velurðu
það og styður á

.

Einnig er hægt að velja

Valkostir

og úr eftirfarandi

valkostum:

Leita að skrá

—til að leita að PDF-skrám í minni tækisins

eða á samhæfu minniskorti.

Stillingar

—til að breyta sjálfgefnum súmm-

og skjástillingum PDF-skjala.

PDF-skrár skoðaðar

Þegar PDF-skrá er opin skaltu velja

Valkostir

og einn af eftirfarandi valkostum:

Stækka/minnka

—Til að súmma að og frá eða að

tilteknu prósentuhlutfalli. Einnig er hægt að laga
skjalið að skjábreiddinni eða láta alla PDF-síðuna
fylla út í skjámyndina.

Finna

—Til að leita að texta í skjalinu.

Skoða

—Til að sjá skjalið í fullri skjástærð. Einnig er hægt

að snúa PDF-skjalinu um 90 gráður í hvaða átt sem er.

Fletta á

—Til að fara á tiltekna síðu, næstu síðu, fyrri síðu,

upphafssíðu eða lokasíðu.

Vista

—Til að vista skrána í minni tækisins eða á samhæfu

minniskorti.

background image

Vinnuforrit

104

Stillingar

—Til að breyta sjálfgefnum súmm-

og skjástillingum.

Upplýsingar

—Til að birta eiginleika PDF-skjalsins.

Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar er að finna á slóðinni www.adobe.com.

Til að deila spurningum, svörum og upplýsingum
um forritið með öðrum er hægt að fara á vefsetur
Adobe Reader for Symbian OS á slóðinni
http://adobe.com/support/forums/main.html