 
Raddskipanir
Hægt er að stjórna tækinu með raddskipunum. Nánari 
upplýsingar um það hvaða raddskipanir tækið styður 
er að finna í „Raddstýrð hringing” á bls. 77.
Til að virkja raddskipanir sem gera þér kleift að opna forrit 
og snið verðurðu að opna 
Raddskipanir
-forritið og
Snið
möppu þess. Ýttu á
og veldu
Verkfæri
>
Raddskip.
>
Snið
; tækið býr til raddmerki fyrir forritin og sniðin.
Raddskipanir eru notaðar með því að halda inni
í biðstöðu og segja raddskipun. Raddskipunin er nafn 
forritsins eða sniðsins eins og það birtist í listanum.
Fleiri forritum er bætt við listann með því að velja
Valkostir
>
Bæta við forriti
. Til að bæta við annarri
raddskipun sem hægt er að nota til að opna forritið 
skaltu velja 
Valkostir
>
Breyta skipun
og slá inn nýju
raddskipunina sem texta. Forðast skal að nota mjög 
stutt nöfn og skammstafanir.
Hægt er að hlusta á tilbúin raddmerki með því 
að velja
Valkostir
>
Spila raddskipun
.
Stillingum raddskipana er breytt með
Valkostir
>
Stillingar
. Til að slökkva á hljóðgervlinum sem spilar
upptekin raddmerki og skipanir á tungumáli tækisins skaltu 
velja 
Hljóðgervill
>
Óvirkt
. Til að núllstilla raddforritið,
t.d. þegar skipt er um aðalnotanda tækisins, skaltu velja
Núllstilla raddaðlögun
.