
Innrauð tenging
Hægt er að flytja gögn líkt og nafnspjöld, dagbókaratriði
og skrár milli samhæfra tækja um innrauða tengingu.
Sjá einnig „Mótald” á bls. 96.
Ekki má beina innrauðum (IR) geisla að augum eða láta
hann trufla önnur innrauð tæki. Þetta tæki er leysitæki
í flokki 1 (Class 1 laser product).
Sending og móttaka gagna um innrautt tengi
1
Tryggja þarf að innrauðu tengi tækjanna sem eru notuð
til að senda og taka á móti gögnum vísi hvort að öðru og
að engar hindranir séu á milli þeirra. Æskileg fjarlægð
milli tækjanna er að hámarki einn metri (3 fet).
2
Notandi viðtökutækisins kveikir á innrauða tenginu.
Kveikt er á innrauðu tengi tækisins með því að ýta á
og velja
Verkfæri
>
Innrauð
.
3
Notandi senditækisins velur að hefja gagnaflutninginn.
Til að senda gögn um innrautt tengi skaltu velja skrá
í forriti eða stjórnanda forrita og velja
Valkostir
>
Senda
>
Með IR
.
Ef gagnasending hefst ekki innan mínútu eftir að kveikt
hefur verið á innrauða tenginu er slökkt á tengingunni.
Allir mótteknir hlutir eru settir í möppuna
Innhólf
í
Skilaboð
. Ný innrauð skilaboð eru auðkennd með
.
Þegar
blikkar er tækið að reyna að koma á tengingu
eða þá að tenging hefur rofnað.
Þegar
er viðvarandi á skjánum er innrauða tengingin
virk og tækið reiðubúið til að senda gögn og taka á móti
þeim um innrauða tengið.

Tengingar
96