Verkfæri fyrir minniskort
Aðeins skal nota samhæft miniSD-kort sem Nokia
samþykkir til notkunar með þessu tæki. Nokia styðst við
viðurkennda staðla fyrir minniskort. Þó getur verið að sum
kort sé ekki hægt að nota að fullu með þessu tæki.
Ósamhæf kort geta skaðað kortið og tækið og skemmt
gögn sem vistuð eru á kortinu.
Ýttu á
og veldu
Verkfæri
>
Minni
. Hægt er að nota
samhæft miniSD-kort til að auka minnið og setja
öryggisafrit á kortið.
Til að taka öryggisafrit af gögnum í minni tækisins og setja
það á samhæft minniskort skaltu velja
Valkostir
>
Afrita
minni símans
Til að setja upplýsingarnar aftur yfir á minni tækisins skaltu
velja
Valkostir
>
Endurh. frá korti
.
Til að fjarlægja minniskortið skaltu ýta á
og velja
Fjarl.
minniskort
.
Mikilvægt: Fjarlægið ekki minniskortið meðan
á aðgerð stendur og kortið er í notkun. Ef kortið er
fjarlægt í miðri aðgerð getur það valdið skemmdum
á minniskortinu og tækinu sjálfu og gögn sem geymd
eru á kortinu geta skemmst.