 
Stillingar fyrir hreyfimyndir
Í myndupptöku er hægt að velja á milli tveggja stillinga:
Upps. hrey.m.
og aðalstillinga. Til að stilla
Upps. hrey.m.
,
sjá „Uppsetning—Stilling lita og lýsingar” á bls. 22. 
Stillingar á uppsetningu breytast aftur yfir í sjálfvaldar 
stillingar þegar myndavélinni er lokað, en aðalstillingarnar 
eru þær sömu þar til þeim er breytt aftur. Aðalstillingunum 
er breytt með því að velja 
Valkostir
>
Stillingar
og úr eftirfarandi:
Gæði hreyfimynda
—Stilltu gæði hreyfimyndarinnar á
Há
(mestu gæði fyrir langtímanotkun og spilun á samhæfu 
sjónvarpi eða tölvu og farsíma), 
Venjuleg
(almenn gæði
fyrir spilun gegnum farsíma) eða
Samnýting
(stærð
myndskeiðis er takmörkuð til að hægt sé að senda það sem 
margmiðlunarboð). Ef þú vilt skoða hreyfimyndina 
í samhæfu sjónvarpi eða í tölvu skaltu velja 
Há
sem
er með CIF-upplausn (352x288) og á .mp4-sniði. Til að 
senda hreyfimyndina sem margmiðlunarboð skaltu velja 
Samnýting
(QCIF upplausn, .3gp-skráasnið). Stærð
hreyfimynda sem tekin er upp með
Samnýting
takmarkast
við 300 KB (u.þ.b. 20 sekúndur að lengd) svo hægt sé 
að senda þær sem margmiðlunarboð í samhæf tæki.
Stöðug hreyfimynd
—Veldu
Kveikt
til að draga
úr myndavélartitringi við upptöku.
Hljóðupptaka
—Veldu
Kveikt
ef þú vilt bæði taka upp hljóð
og mynd.
Setja inn í albúm
—Veldu hvort þú vilt setja hreyfimyndina
í tiltekið albúm í
Gallerí
. Veldu
Já
til að opna lista yfir
albúmin sem standa til boða.
Sýna upptekna hreyfim.
—Veldu hvort fyrsti rammi
hreyfimyndarinnar sést á skjánum eftir að upptökunni 
lýkur. Veldu 
Spila
á tækjastikunni (aðalmyndavél) eða
Valkostir
>
Spila
(fremri myndvél) til að skoða
hreyfimyndina.
Sjálfg. heiti hreyfimynd.
—Veldu sjálfgefið heiti fyrir
hreyfimyndir.
Minni í notkun
—Veldu sjálfgefið geymsluminni: minni
tækisins eða minniskort (ef það er til staðar).
Upprunarlegar stillingar
—Veldu
Í lagi
til að stillingar
myndavélarinnar verði aftur sjálfgefnar.