 
Tækjastika
Þegar myndavélin er virk er 
hægt að nota tækjastikuna 
sem flýtivísi til að velja hluti 
og fínstilla hana áður eða 
eftir að mynd eða 
hreyfimynd er tekin. 
Skrunaðu að ýmsum hlutum 
á tækjastikunni og veldu þá 
með því að ýta á 
skruntakkann. Valkostirnir 
sem eru í boði fara eftir því hver tökustillingin og staðan 
er. Einnig er hægt að velja hvort tækjastikan sé alltaf 
sýnileg á skjánum eða gerð virk með því að ýta á takka.
Ef þú vilt að tækjastikan sé sýnileg á skjánum áður og eftir 
að mynd eða hreyfimynd er tekin skaltu velja 
Valkostir
>
Sýna tákn
.
Ef þú vilt að tækjastikan sé aðeins sýnileg þegar þú þarft 
að nota hana skaltu velja 
Valkostir
>
Fela tákn
. Þú getur
gert hana virka með því að ýta á skruntakkann.
Áður en þú tekur mynd eða hreyfimynd skaltu velja 
úr eftirfarandi valkostum á tækjastikunni:
til að skipta milli hreyfimynda-og kyrrmyndastillingar.
til að velja umhverfi.
til að velja flassstillingu
til að kveikja á sjálfvirkri myndatöku (aðeins fyrir
kyrrmyndir). Sjá „Þú með á myndinni—sjálfvirk myndataka” 
á bls. 23.
til að kveikja á myndaraðarstillingu (aðeins fyrir
kyrrmyndir). Sjá „Nokkrar myndir teknar í röð” á bls. 23.
til að stilla birtuskilyrði (aðeins fyrir kyrrmyndir).
til að stilla ljósgjafa,
til að velja litaáferð.
til að stilla ljósnæmi (aðeins fyrir kyrrmyndir)
Táknin breytast og sýna hvaða stillingar eru virkar.
Valkostirnir sem eru í boði eru mismunandi eftir því hvaða 
skjá þú notar.
Sjá einnig valkosti á tækjastiku í „Að myndatöku lokinni” 
á bls. 20, „Að hreyfimyndatöku lokinni” á bls. 25 og 
„Tækjastika” á bls. 28 í 
Gallerí
.