 
Myndataka
Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú tekur mynd:
• Notaðu báðar hendur til að halda myndavélinni kyrri.
• Myndgæðin minnka þegar súmmið er notað.
• Myndavélin hálfslekkur á sér til að spara orku ef ekki 
hefur verið ýtt á neinn takka í tiltekinn tíma. Ýtt er á
takkann til að halda áfram að taka myndir.
Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú tekur mynd:
1
Opna skal lokið til að kveikja á aðalmyndvélinni. 
Ef myndavélin er í 
Hreyfimyndataka
skaltu velja
Skipta yfir í myndatöku
á tækjastikunni.
2
Ýttu myndatökutakkanum niður til hálfs til að festa 
fókusinn á myndefnið (aðeins á aðalmyndavél). 
Á skjánum birtist grænn fókusvísir. Hafi fókusinn 
ekki verið festur birtist rauður fókusvísir. Slepptu 
myndatökutakkanum og ýttu honum aftur niður 
til hálfs. Hægt er að taka mynd án þess að fókusinn 
hafi verið festur.
3
Mynd er tekin með aðalmyndavélinni með því að ýta 
á myndatökutakkann. Ekki hreyfa tækið fyrr en myndin 
hefur verið vistuð. 
Notaðu súmmtakkann á hlið tækisins til að súmma 
að eða frá.
 
Myndavél
19
Hægt er að gera breytingar á lita- og birtustillingum áður 
en þú tekur mynd með því að nota skruntakkann til að 
fletta gegnum tækjastikuna. Sjá „Uppsetning—Stilling lita 
og lýsingar” á bls. 22.
Ef stillingum fyrir súmm, lýsingu eða liti er breytt getur 
tekið lengri tíma að vista myndir.
Til að losa minni áður en mynd er tekin skaltu velja
Valkostir
>
Sýna laust minni
(aðeins hægt ef tekið hefur
verið afrit af myndum eða hreyfimyndum). Sjá „Minni 
losað” á bls. 29.
Til að kveikja á fremri myndavélinni skaltu velja
Valkostir
>
Nota myndavél 2
.
Loka skal tækinu til að slökkva á aðalmyndvélinni.