Nokia N73 Music Edition - Tónlistarflutningur

background image

Tónlistarflutningur

Bæði Windows Media Player og Nokia Music Manager
í Nokia PC Suite eru til þess gerðir að flytja tónlistarskrár
eins og best verður á kosið. Upplýsingar um hvernig flytja
skal tónlist með Nokia Music Manager, sjá Nokia PC Suite
notendahandbókina á geisladiskinum sem fylgdi
Nokia N73 tækinu.

Samstilling tónlistar getur verið mismunandi eftir því
hvaða útgáfa af Windows Media Player forriti er notuð.
Nánari upplýsingar er að finna í viðkomandi handbókum
og hjálparforritum sem fylgja Windows Media Player.

Handvirk samstilling

Þegar tækið hefur verið tengt við samhæfa tölvu velur
Windows Media Player handvirka samstillingu ef ekki
er nægilegt geymslurými í tækinu. Með handvirkri
samstillingu er hægt að velja lög og spilunarlista
sem á að flytja, afrita eða eyða.

background image

Miðlunarforrit

42

Í fyrsta skipti sem tækið er tengt þarf að slá inn nafn sem
nota skal sem nafn tækisins í Windows Media Player.

Til að flytja handvirkt val:

1

Þegar búið er að tengja tækið við Windows Media
Player skaltu velja tækið í upplýsingaglugganum,
ef fleiri en eitt tæki eru tengd.

2

Dragðu lögin eða plöturnar yfir í listagluggann til
samstillingar. Til að eyða lögum eða plötum skaltu
velja hlut á listanum og smella á Remove from list.

3

Gættu þess að listaglugginn innihaldi skrár sem þú
vilt samstilla og að nægilegt geymslurými sé í tækinu.
Smelltu á Start Sync. til að hefja samstillinguna.

Sjálfvirk samstilling

Til að breyta sjálfgefna skráarflutningskostinum í Windows
Media Player skaltu smella á örina undir Sync, velja tækið
og smella á Set up Sync.. Hreinsaðu eða veldu reitinn Sync
this device automatically
.

Ef reiturinn Sync this device automatically er valinn og
tækið tengt uppfærist N73 tónlistarsafnið sjálfvirkt með
þeim spilunarlistum sem valdir voru í Windows Media Player.

Ef engir spilunarlistar hafa verið valdir er allt tónlistarsafn
tölvunnar valið til samstillingar. Hafa skal í huga að
tölvusafnið getur innihaldið fleiri skrár en komast fyrir
í minni tækisins og á samhæfu minniskorti Nokia N73
(ef það er í tækinu). Sjá nánari upplýsingar í hjálparforriti
Windows Media Player.

Spilunarlistarnir í tækinu eru ekki samstilltir
við spilunarlistana í Windows Media Player.

Skráastjóri

Sjálfgefið er að Windows Media Player raði lögum
í möppur, t.d. eftir flytjanda eða plötuheiti. Þegar
aðrar gagnaflutningsaðferðir eru notaðar, svo sem

Gagnaflutningur

þarf e.t.v að takmarka fjölda skrá í hverri

möppu til að gæðin séu sem best. Ekki skal vista fleiri
en 50 skrár eða möppur í einni möppu.