
Tónlistarflutningur
Bæði Windows Media Player og Nokia Music Manager
í Nokia PC Suite eru til þess gerðir að flytja tónlistarskrár
eins og best verður á kosið. Upplýsingar um hvernig flytja
skal tónlist með Nokia Music Manager, sjá Nokia PC Suite
notendahandbókina á geisladiskinum sem fylgdi
Nokia N73 tækinu.
Samstilling tónlistar getur verið mismunandi eftir því
hvaða útgáfa af Windows Media Player forriti er notuð.
Nánari upplýsingar er að finna í viðkomandi handbókum
og hjálparforritum sem fylgja Windows Media Player.
Handvirk samstilling
Þegar tækið hefur verið tengt við samhæfa tölvu velur
Windows Media Player handvirka samstillingu ef ekki
er nægilegt geymslurými í tækinu. Með handvirkri
samstillingu er hægt að velja lög og spilunarlista
sem á að flytja, afrita eða eyða.

Miðlunarforrit
42
Í fyrsta skipti sem tækið er tengt þarf að slá inn nafn sem
nota skal sem nafn tækisins í Windows Media Player.
Til að flytja handvirkt val:
1
Þegar búið er að tengja tækið við Windows Media
Player skaltu velja tækið í upplýsingaglugganum,
ef fleiri en eitt tæki eru tengd.
2
Dragðu lögin eða plöturnar yfir í listagluggann til
samstillingar. Til að eyða lögum eða plötum skaltu
velja hlut á listanum og smella á Remove from list.
3
Gættu þess að listaglugginn innihaldi skrár sem þú
vilt samstilla og að nægilegt geymslurými sé í tækinu.
Smelltu á Start Sync. til að hefja samstillinguna.
Sjálfvirk samstilling
Til að breyta sjálfgefna skráarflutningskostinum í Windows
Media Player skaltu smella á örina undir Sync, velja tækið
og smella á Set up Sync.. Hreinsaðu eða veldu reitinn Sync
this device automatically.
Ef reiturinn Sync this device automatically er valinn og
tækið tengt uppfærist N73 tónlistarsafnið sjálfvirkt með
þeim spilunarlistum sem valdir voru í Windows Media Player.
Ef engir spilunarlistar hafa verið valdir er allt tónlistarsafn
tölvunnar valið til samstillingar. Hafa skal í huga að
tölvusafnið getur innihaldið fleiri skrár en komast fyrir
í minni tækisins og á samhæfu minniskorti Nokia N73
(ef það er í tækinu). Sjá nánari upplýsingar í hjálparforriti
Windows Media Player.
Spilunarlistarnir í tækinu eru ekki samstilltir
við spilunarlistana í Windows Media Player.
Skráastjóri
Sjálfgefið er að Windows Media Player raði lögum
í möppur, t.d. eftir flytjanda eða plötuheiti. Þegar
aðrar gagnaflutningsaðferðir eru notaðar, svo sem
Gagnaflutningur
þarf e.t.v að takmarka fjölda skrá í hverri
möppu til að gæðin séu sem best. Ekki skal vista fleiri
en 50 skrár eða möppur í einni möppu.