Nokia N73 Music Edition - Flutningur úr tölvu

background image

Flutningur úr tölvu

Hægt er að beita þrem mismunandi aðferðum við flutning
á skrám:

• Til að sjá tækið á tölvunni sem ytri harðan disk

sem hægt er að flytja allar gagnaskrár í skaltu koma á
tengingu með samhæfri USB-snúru eða um Bluetooth.
Ef notuð er USB-snúra skaltu velja

Gagnaflutningur

sem tengingaraðferð í tækinu. Með þessari aðferð
hefurðu fullkomna stjórn á því hvað flutt er og hvert,
en getur ekki séð allar upplýsingar um skrárnar. Verið
getur að ekki sé hægt að flytja efni sem verndað hefur
verið gegn afritun. Til að endurnýja safnið þegar lögin
í tækinu hafa verið uppfærð skaltu fara í

Tónlistarvalm.

og velja

Valkostir

>

Uppfæra Tónlistarsafn

.

• Til að samstilla tónlistina við Windows Media Player

skaltu stinga USB-snúrunni í samband og velja

Miðlunarspilari

sem tengingaraðferð. Setja þarf

samhæft minniskort í tækið.

• Til að nota Nokia Music Manager í Nokia PC Suite,

skaltu stinga USB-snúrunni í samband og velja

PC Suite

sem tengingaraðferð.